Elju sjúkraþjálfun er umhugað um persónuvernd, því er rík áhersla er lögð á að tryggja öryggi og lögmæta notkun allra persónuupplýsinga. Sökum eðlis heilbrigðisþjónustu á borð við sjúkraþjálfun getur það verið óhjákvæmilegt að notandi þjónustunnar þurfi að láta meðferðaraðila í té ýmsar persónu- og heilsufarsupplýsingar. Sjúkraþjálfarar og sjúkraþjálfaranemar Elju sjúkraþjálfunar munu í einu og öllu fara eftir:
-
Lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 sem fjalla um þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanns í heilbrigðisþjónustur, hvernig meðferð upplýsingar í sjúkraskrám eigi að vera háttað sem og meðferðinni sjálfri. Sama gildir um hvaða sérreglur gildar um sjúk börn og rétt sjúklings til að kvarta.
-
9.gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 um skráningu og skil á yfirliti um skráningu atvika tvisvar á ári sbr.
-
10.gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 m.a. um skyldu til að tilkynna landlækni, og eftir atvkum lögreglu, um alvarleg óvænt atvik án tafar.
-
Lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar nr. 90/2018 um sjúkraskrár og reglugerð nr. 550/2015 og auk þess fyrirmæli landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa.
Þú getur haft samband með því að nota formið hér til hliðar eða senda póst á elja@eljan.is
Einnig má hafa samband með því að hringja í síma 5340015.