Nálastungur
Nálastungur eru meðferðaform sem heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir með einnota, dauðhreinsuðum nálum. Slíkt meðferðarform hefur verið þekkt í vesturlöndum í yfir 300 ár.
Nálastungur eru meðal annars notaðar sem meðferð við höfuðverkjum, einkennum frá hálsi, verkjum í mjóbaki, öxl eða hné o.fl. Notaðar eru sótthreinsaðar, einnota nálar. Fjöldi nála er breytilegur og meðferðartími getur verið frá 1-30 mínútur.
Íþróttasjúkraþjálfun
Íþróttameiðsli geta verið bráð (svo sem tognanir, krossbandaslit o.fl) eða langvinn meiðsli sem koma oft fram sem álagstengdir verkir og/eða minnkaður styrkur/geta.
Rétt meðhöndlun íþróttameiðsla frá byrjun getur skipt höfuðmáli þegar kemur að endurkomu í íþróttina. Mikilvægt er að fá rétta greiningu og viðeigandi meðferð við fyrsta tækifæri.
Íþróttasjúkraþjálfun
Hálsvandamál
Einkenni frá hálsi geta verið mjög fjölbreytt og flókin vandamál. Einkennin geta bæði komið fram sem stoðkerfisvandamál og sálfélagsleg vandamál.
Upplifir þú ofantalin einkenni og telur þau vera frá hálsi ertu hvött/hvattur til að bóka tíma í ráðgjöf og/eða meðferð. Sama gildir um einstaklinga sem telja sig hafa einkenni frá hálsi án áverka.
Almenn sjúkraþjálfun
Elja sjúkraþjálfun býður upp á alla almenna sjúkraþjálfun. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna meðferð þar sem greining á orsök vandamála er lykilatriði.
Algengt er greining leiði það í ljós að þörf er á samblandi verkjameðferðar á sjúkraþjálfunarbekk og sérhæfðra æfinga sem notandi getur alla jafna framkvæmt heima.
Þú getur haft samband með því að nota formið hér til hliðar eða senda póst á elja@eljan.is
Einnig má hafa samband með því að hringja í síma 5340015.